Sign in
Comedy
Fjölnir Gísla & Vilhelm Neto
Já OK eru skemmtilegir hlaðvarpsþættir með Vilhelm Neto og Fjölni Gíslasyni þar sem þeir skoða alla skrýtnu hlutina sem einu sinni voru aðal málið á Íslandi en hafa síðan horfið. Það man enginn lengur eftir kaffibæti og beta spólum, er það nokkuð?
Chicken Street
Aðilar takast á hendur, svo segir í sáttmála hinna Sameinuðu þjóða, að leysa hvers konar milliríkja deilumál, sem þeir kunna að lenda í, á friðsamlegan hátt?EN SVO BARA BOOM 5.grein NATO, AÐILAR ERU SAMMÁLA UM, AÐ VOPNUÐ ÁRÁS Á EINN ÞEIRRA EÐA FLEIRI Í EVRÓPU EÐA NORÐUR-AMERÍKU SKULI TALIN ÁRÁS Á ÞÁ ALLA. Þurfum við ekki þá gæslu?friðargæslu?gæsla friðinn?hvað er friðargæsla?
41:5614/10/2020
Hugi.is
Fjölnir Gíslason (fjolnirg) og Vilhelm Neto (villineto) setja á sig VR gleraugun og stökkva inn í netheima til að gerast hugarar. Hugarar tala um allskonar, en hafa mest áhuga á Counter Strike og Háhraða. Í heimi með fullt af rifrildum lesa þeir nokkra áhugaverða þræði, tala um QAnon og þróun netsins.Strákarnir detta í eitthvað rosalegt skap á netinu.Þetta er hin alræmda síða hugi.is
44:0307/10/2020
Fjalla-Eyvindur
Í þessum þætti af Já OK! bregða Fjölnir Gíslason og Vilhelm Neto sér í útileigu, þó ekki þá útilegu sem þeir hefðu kosið sér, heldur útlægð, upp til fjalla í óbyggðum. Reynið bara að ná þeim. Þeir munu alltaf ná að stinga af á handahlaupum.
53:1301/10/2020
Vilhelmína Lever
Í þessum þætti ætla Fjöln(ý) og Vilhelm(ína) að tala um borgarinnuna. Borgarinna þessi, var stundum kölluð Handelsborgarinna, stundum kölluð Vertshús-mína, hún var maður, hún var dugnaðarforkur, hún var móðir, hún var kjósandi á undan sinni samtíð. Hún var Vilhelmína Lever
26:0423/09/2020
Kóngurinn sem aldrei varð
Fjölnir og Villi fara ásamt þrem nafnlausum vinum og banka uppá hjá einhverjum gaur, sem er vonandi til í að vera kóngur Íslands. Hljómar það galið? Það væri ekki í fyrsta skiptið sem það væri að gerast allavega, það vitum við, en hverjir tóku upp á því? Það vitum við ekki, eða hvað? Erum svona 70% viss allavega... eða kannski bara 35% viss... Kóngurinn sem aldrei varð.
31:5516/09/2020
Galdrar á Íslandi
Í þessum þætti af Já OK! ætla Fjölnir Gíslason og Vilhelm Neto, ásamt gesti þáttarinns Magnúsi Rafnssyni sagnfræðing, að berja, gelda, bíta, slá, blinda, klóra flengja. Brenna, reka útlegð á, aflífa og hengja.
37:3809/09/2020
Íslensk lukkudýr
Fjölnir og Villi andvarpa. Fjölnir er í þykkum kjúklíngabúning og Villi í þykkum eðlubúning. Þeir taka eitt andartak, og síðan setja hausana á sig, það er ælulykt inn í þeim, enda vel notaðir búningar. Dömur og herrar, íslensk lukkudýr.
46:4102/09/2020
Nýlendusýningin
Í þetta skiptið kíkja þeir Fjölnir og Villi Neto til Danmerkur í Tívolíið í Kaupmannahöfn. Árið er 1905. Þar er ákveðin sýning sem íslenska nýlendu þjóðin er að fara taka þátt í fyrir skemmtanaglaða Dana. Það voru mótmæli. Hvert var markmið Dana með þessari sýningu? Hefðum við kannski átt að mótmæla öðruvísi?
35:4726/08/2020
Magni og Rock Star Supernova
Fjölnir Grohl, tekur upp mækinn, Vilhelm Nicks tekur upp gítarinn og saman reyna þeir að komast í næstu rokkhljómsveit. Í þessum þætti fer þetta rokkaradúó í kringum rokk-ævintýri Íslands, Magni og hans þáttaka í Rockstar Supernova. Var hann kannski of poppaður fyrir hana? Sumir vildu meina það, en allir voru sammála um að halda sig Magnavakandi svo þeir gætu kostið í Magnavökunni.
31:5219/08/2020
Hvíti Dauði og Kristneshæli
Sagan endurtekur sig alltaf, en þó ekki í sömu mynd og áður. Og kannski í þeirri mynd sem við spáðum. Hér á landi sem og í heimi hafa komið allskonar plágur sem og allskonar nefndir. Spænska veikin og Hvíti Dauði sem og Berklaveikisnefndin. Nokkur heilsuhæli spruttu upp fyrir berklasjúklinga en þó er eitt hæli sem hvílir mest á minningu þjóðarinnar. Í þessum þætti minnast Fjölnir Gísla og Villi Neto sjúklingana sem biðu örlög sín á Kristneshæli. Gestaleikarar þáttarins eru Ninna Karla Katrínardóttir og Eyvindur Karlsson.
52:2412/08/2020
Sjálfstæðisbarátta Íslendinga
Danmörk og Ísland eru eins og foreldri og barn. Nema barnið verður einn daginn 18 ára og það vill vera með í fullorðna borðinu, en fær hinsvegar fullorðna borðið með frændfólkinu sem það þekkir ekki. Svo að lokum er það fullorðið í alvöru og vill flytja út en foreldrarnir eru alltaf önnum kafin þannig Ísland flytur bara út úr húsi einn daginn meðan foreldrarnir eru í útlandaferð.
32:2505/08/2020
Helgi Hóseasson
Fjölnir Gíslason, Vilhelm Neto og Atli Sig setja á sig sérhannaða skyrhanska og taka þaulæfð skyrskot beint í „ríkisóstjórnina“. Sá á skyrið sem á það skilið. Já, þessi þáttur fjallar um Helga Hóseason, oft kallaður mótmælandi Íslands og maðurinn sem næst hefur komið því að afskíra sig þrátt fyrir að hafa ekki fyllt út nein eyðublöð. Krosslafur, ríó og Sameinuðu þjóðirnar koma við sögu en ekki á þann hátt sem þið haldið.
42:1629/07/2020
Skyndibitakeðjur sem sárt er saknað
Í þessum þætti af Já OK! eru Fjölnir Gíslason og Vilhelm Neto vel nærðir og saddir. Þessi þáttur er svona post-hamborgaramáltíð þáttur. Ekki póst Burger King þáttur samt, og ekki post-McDonalds heldur, þótt það væri kannski hægt. Með fullan maga er farið yfir alla staði sem hafa fyllt á manni magan í gegnum tíðina en ekki lifað af gagnrýna garnagaul Íslendinga. Stjáni Blái reyndi að selja okkur kjúlla, Ungfrú Wendy sá um sína hermenn og Tommi fór í útrás. Við nutum þess alls.
29:5422/07/2020
Beinin í Faxaskjóli
Í þessum þætti af Já OK! ætla Fjölnir Gíslason og Villi Neto að byggja kofa. Þeir moka fyrir grunninum svo kofi fjúki nú ekki í næsta stormi. Þeir finna bein. Er þetta dýrabein? Afhverju er sokkur á endanum á beininu?
37:4115/07/2020
Pétur Hoffmann Salómonsson
Í þessum þætti af Já OK læra Fjölnir Gísla of Villi Neto af Pétri Hoffmann, um hvernig eigi að vera með almennilegt drip, hver sé í rauninni bestur í bardaga á barnum og reyna að kaupa Selsvardal svo þeir geti keypt 1000 króna krónu. Leggið hluztir á þennan stórskemmtilegan hlaðvarpsþátt.
48:3208/07/2020
Blómey og Óskar
Í þessum þætti af Já OK! fjalla Fjölnir Gíslason og Vilhelm Neto um sjálfsþurftarbúskap og hjón sem áttu heldur betur sérkennilegt líf. Að fara í heimsókn til þeirra var eins og að stíga aftur í tímann. Ekkert vatn, ekkert rafmagn, enginn sími, ekkert klósett. Þetta eru hjónin Blómey og Óskar.
43:2301/07/2020
Hvíta Stríðið
Í þessum þætti af Já OK! fjalla Fjölnir Gísla og Vilhelm Neto um pólítíska augnsýkingu, greiða hjá forsetanum, mögulegt sóttkví, tengsl nútímans við fortíðina og að allt fari í hringi. Hvíta Stríðið eða Drengsmálið? Tjah, fer eftir hvaða sagnfræðing þú spyrð.
29:4824/06/2020
Íslenskt Raunveruleikasjónvarp
Í þessum þætti af Já OK! stökkva laugaverðirnir Fjölnir Gísla og Villi Neto í djúpu laugina og ræða um gamalt íslenskst raunveruleikasjónvarp. Hér er allt í drasli í stúdíóinu en það er í lagi því planið er hvort sem er að fara á skútuna Ástarfleyið í smá frí. Hver veit nema að piparsveinninn Fjölnir muni fara á biðilsbuxurnar, eða þá að Villi muni stökkva úr bumbuboltanum beint í atvinnumensku?
47:0217/06/2020
Afmælisþáttur (og smá fræðsla...)
Fjölnir og Villi fara í gegnum gamlar minningar og ferlið við að gera söguhlaðvarp. Það er mikið hlegið, mikil þakklæti og... já... vantar eitthvað meira? Já! Húsagatilskipunin! Ekki gera svona og ekki gera hitt!
39:2510/06/2020
Kokteilsósuís
Í þessum þætti af Já OK! fjalla Fjölnir Gíslason og Vilhelm Neto um hvað það er sem gerir íslending að íslending. Eru það skattsvik? Eða sundfíkn? Eða er það jafnvel bara að nota sólgleraugu í rigninguu? Sennilega er það margt og ekki hægt að negla það niður en þeir hafa þó á rannsóknarstofu sinni reynt að finna hver kjarninn er. Þetta er tilraun 1 af mörgum.
41:3103/06/2020
Silvía Nótt
Í þessum þætti af Já OK! skiluru fjalla Fjölnir Gíslason og Vilhelm Neto um eina alvöru Eurovision stjörnu Íslands OK?! Þú veist?hún bara þú veist?OMG! Þið verðið bara að hlusta á þáttinn skiluru! Miklu betri en einhver nördi að tala um eitthvað leiðinlegt stöff fattaru?
34:5127/05/2020
Þvottakonurnar
Í þessum þætti af Já OK! fjalla Fjölnir Gíslason og Vilhelm Neto um þá daga þar sem þvottavélar voru ekki til og hvernig sú lúxus vara breytti lifnaðarháttum íslendinga. En hvernig fórum við að því að þvo föt og önnur klæði fyrir daga þvottavélanna? Jú, sú saga er einmitt áhugaverðari en maður heldur. Við kynnum: Þvottakonurnar.
53:3620/05/2020
Jörundur hundadagakonungur (seinni hluti)
Í þessum þætti af Já OK! fjalla Fjölnir Gíslason og Vilhelm Neto um okkar fyrsta íslenska konung. Ekki? Kannski ekki. En hann var algjör hundur. Hann tók yfir Ísland í nokkrar vikur. Samt ekkert illa meint. Þetta var mjög franskt allt saman. Eða tasmanskt? Nei, breskt! Við kynnum: Jörundur hundadagakonungur.
46:4113/05/2020
Jörundur hundadagakonungur (fyrri hluti)
Í þessum þætti af Já OK! fjalla Fjölnir Gíslason og Vilhelm Neto um okkar fyrsta íslenska konung. Ekki? Kannski ekki. En hann var algjör hundur. Og hann heillaðist af þeirri “tólgparadís“ sem Ísland er. Þessi þáttur er fyrsti partur af tveim. Við kynnum: Jörundur hundadagakonungur.
35:5006/05/2020
Íslenskir Sirkuslistamenn
Í þessum þætti af Já OK! fjalla Fjölnir Gíslason og Vilhelm Neto um fólk sem hefur náð langt í mörgu sem flestir geta ekki, eins og að glíma við skógarbjörn. Þau eiga það öll sameiginlegt að hafa sett Ísland á kortið á einn eða annan hátt. En þetta eru þau Ólöf, Jóhann, Baldur, Konni og Jóhannes. En hvað á allt þetta fólk sameiginlegt? Jú þau voru öll Íslenskir Sirkuslistamenn.
55:0729/04/2020
Braggamenning og Ástandið
Í þessum þætti af Já OK! stíga Fjölnir Gíslason og Vilhelm Neto í moldina og fara í kúluvarp í braggahverfinu, meðan þeir reyna að átta sig á ástandinu og skilja hvað nákvæmlega sé í gangi þarna. Hver eru þessir hermenn? Af hverju eru þeir flottari en við? Hvaðan kemur þessi fúkalykt?
38:1222/04/2020
Jón Páll Sigmarsson
Í þessum þætti af Já OK! fjalla Fjölnir Gíslason og Vilhelm Neto um hin blíðlega risa sem við áttum einu sinni. Þessi manneskja var ein af þeim sem settu Ísland á kortið. Hann var heimsfrægur. Og hafa margir reynt að stíga í hans spor, eftir hans tíð. Þessi þáttur er svakalegur. En hann er samt ekkert mál, fyrir hann Jón Pál!
43:0015/04/2020
Björn Sv. Björnsson
Í þessum þætti af Já OK! fjalla Fjölnir Gíslason og Vilhelm Neto um svartasta sauð Íslendinga... eða svo sögðu Danir. Þeir fíra upp hjól pressunnar og láta aróðursmaskínuna óma um allar trissur, en að þessu sinni er það SS hermaðurinn, og sonur fyrsta forseta lýðveldisins, Björn Sv. Björnsson.
28:2908/04/2020
Skattlausa árið
Í þessum þætti af Já OK! fjalla Fjölnir Gíslason og Vilhelm Neto um skattlaust ár á Íslandi?Já þið heyrðuð rétt! Eitt ár þar sem enginn þurfti að borga skatt?EITT ÁR ÞAR SEM ENGINN ÞURFTI AÐ BORGA SKATT
43:3801/04/2020
Guðrún Á. Símonar (seinni hluti) ásamt Hönnu Ágústu
Í þessum þætti af Já OK! fjalla Fjölnir Gíslason, Vilhelm Neto og Hanna Ágústa enn og aftur um engan annan en hina víðsfrægu Guðrúnu Á. Símonar. Þessi þáttur er seinni partur af tveim þáttum, en í þetta skiptið stíga þau inn í boxhringinn þar sem Guðrún stóð á móti Guðlaugi Rósinkranz og grandskoða leikhúsgagnrýni sem skrifuð var af henni. Kannski ein frægasta leikhúsgagnrýni hér á landi?
47:3425/03/2020
Guðrún Á. Símonar (fyrri hluti) ásamt Hönnu Ágústu
Í þessum þætti af Já OK! fjalla Fjölnir Gíslason, Vilhelm Neto og Hanna Ágústa um engan annan en hina víðsfrægu Guðrúnu Á. Símonar. Þessi þáttur er fyrri partur af tveim þáttum, enda mikið hægt að tala um hana Guðrúnu. Og svo ekki má gleyma vinkonu hennar Þuríði Pálsdóttur, en þær tvær fóru með ljúfa söngtexta, eins og “Mjá mjá mjá mjááááá“.
40:2318/03/2020
Vinstri umferð á Íslandi
Í þessum þætti af Já OK! spenna Fjölnir Gíslason og Vilhelm Neto bílbeltin og ferðast í kringum heimin á vinstrihelming vegarins á meðan þeir rifja upp hvernig bílfloti íslendinga byrjaði og þegar það þótti eðlilegt að keyra vinstra meigin á veginum. EN SVO ALLT Í EINU BREYTA ÞEIR UM VEGARHELMING! Afhverju?
34:2611/03/2020
Djammið 2007
Í þessum þætti af Já OK! ætla Fjölnir Gíslason og Vilhelm Neto að græða á daginn og grilla á kvöldin. Þeir ætla að halda upp á afmælið sitt í Monakó og ykkur er öllum boðið. Tina Turner mun leika fyrir dansi og 50 Cent mun slútta kvöldinu. Hver veit nema að John Cleese mæti? Þetta verður bara svona lítið afmæli, líkt og nokkrir íslendingar gerðu árið 2007?munið þið djammið 2007?
47:1404/03/2020
Hrekkjalómafélagið
Í þessum þætti af Já OK! fjalla Fjölnir Gíslason og Vilhelm Neto um Hrekkjalómafélagið frá Vestmannaeyjum. Og já þetta var í alvörunni félag. Það voru alveg félagsgjöld og allskonar.
42:3426/02/2020
Birgitta Dúkkan
Í þessum þætti af Já OK! fjalla Fjölnir Gíslason og Vilhelm Neto um dúkku, en ekki bara hvaða dúkku sem er heldur dúkku sem margir sögðu að hún færi “EKKI INNÁ ÞETTA HEIMILI!!!“. En þessi dúkka er engin önnur en, víðfræg þó ekki uppselda, Birgitta Dúkkan.
27:5319/02/2020
Skaftáreldar
Í þessum þætti af Já OK! fjalla jarðeðlisfræðingarnir Fjölnir Gíslason og Vilhelm Neto um eitt mannskæðasta eldgos Íslands. Hvað er það sem veldur jarðskjálftum og eldgosum? Allt það og meira í þessum þætti. Skaftáreldar. Ps. Þeir eru ekki jarðeðlisfræðingar.
37:0112/02/2020
Gimli
Í þessum þætti af Já OK! fjalla Fjölnir Gíslason og Vilhelm Neto um Gimli. Þið haldið kannski að við séum að tala um fasteignasöluna Gimli eða staðurinn sem fólk fer ef það lifir af Ragnarök í norrænni goðafræði, en neeeeiiii?þeir ætla að fjalla um Gimli, sveitafélag í Manitoba-fylki í Kanada, einnig þekktur sem höfðustaður Íslands!
27:1605/02/2020
Íslenski fáninn
Í þessum þætti af Já OK! fjalla Fjölnir Gíslason og Vilhelm Neto um Íslenska fánann?eða sem sagt fánana?alla fjóra. Hver er þinn uppáhalds Íslenski fáni?
39:2929/01/2020
Baróninn á Hvítárvöllum
Í þessum þætti af Já OK! fjalla Fjölnir Gíslason og Vilhelm Neto um ævi, sem og þann sorga endi af hinum merka Charles Gauldrée-Boilleau. Betur þekktur sem Baróninn á Hvítárvöllum eða Baróninn á Barónstíg.
29:3122/01/2020
Básendaflóðið
Í þessum þætti af Já OK! fjalla Fjölnir Gíslason og Vilhelm Neto um bæinn Básenda. Hvar voru Básendar og hvernig hvarf bærinn? Hver var Hinrik og hvernig komst hann og fjölskylda hans lífs af? Hvað var Villi að þvælast í Ungverjalandi? Og við hvað vann Fjölnir? Öllum þessum spurningum verðu svarað, nema einni, í þættinum um Básendaflóðið.
43:0815/01/2020
Bland í poka með Villa
Í þessum þætti af Já OK! fjalla Fjölnir Gíslason og Vilhelm Neto um allskonar sem þeim hefur langað að fjalla um en ekki náð í heilan þátt. Þetta er svona eins og bland í poka fyrir 100kr.
27:4408/01/2020
Fyrsta Áramótaskaupið
Í þessum þætti af Já OK! eru Fjölnir Gíslason og Vilhelm Neto þreyttir heima á nýársdegi að ræða um áramótaskaup. Sáu þið skaupið? Hvað er fyrsta skaupið sem þið munið eftir? Hvenær var fyrsta áramótaskaupið?
41:2901/01/2020
Upphaf andatrúar á Íslandi
Í þessum þætti af Já OK! fá Fjölnir Gíslason og Vilhelm Neto til sín gest, en það er enginn annar en Daníel G. Daníelsson, sagnfræðingur. Þeir eru búnir að slökkva ljósin inn í stúdíóinu og hann Daníel ætlar að fræða strákana um uppruna andatrúar á Íslandi. Svo jafnvel taka þeir smá borðdans?eða þeirra útgáfu sem var byggð á misskilningi.
55:0625/12/2019
Frostaveturinn mikli
Í þessum þætti af Já OK! sækja Fjölnir Gíslason og Vilhelm Neto í sig veðrið. Þeir hafa drukkið alltof mikið kaffi og ætla nú að fara að fjalla um veður?VEÐUR!!! Drekka kaffi og fjalla um veður. Hvað gæti verið skemmtilegra en það? Og ekki bara veður, heldur veður í gamla daga?
28:5618/12/2019
Íslensku Jólasveinarnir
Í þessum þætti af Já OK! fjalla Kleinusníkir og Lummusníkir um íslensku jólasveinana og hvaða þeir koma. “Jólasveinar, 1 og 74, ofan komu af fjöllunum“. Settu örugglega ekki allir skóinn upp í gluggan í September?
30:5311/12/2019
Draugagangurinn á Saurum
Í þessum þætti af Já OK! verður framlag Fjölnis Gíslasonar og Vilhelms Neto nokkrar skyggnilýsingar. Við vonum að þið hafið af því gagn og einnig nokkurt gaman. Hér er strax kominn ungur maður, virkilega gott samband í kvöld. Hann er eflaust látinn því hann er klæddur eins og smali, í sauðskinnskóm og ég veit ekki hvað og hvað, allt ákaflega þjóðlegt. Honum langar að segja okkur frá draugaganginum á Saurum. Inn, út, inn, inn, út.
33:3204/12/2019
Tyrkjaránið
Aaaarrrrgggghhhh! Ahoy! Í þessum þætti af Já OK! fjalla Fjölnir Svartskeggur og Vilhelm Rauði um Tyrkjaránið sem átti sér stað á Íslandi um 17. öld og hvernig það er búið að “Disney-væða“ sjóræningja, aaaarrrrgggghhhh! Þjóðhátííííííííð!
28:0027/11/2019
Tivolí í Vatnsmýrinni
Í þessum þætti af Já OK! fjalla Fjölnir Gíslason og Vilhelm Neto um fyrsta tívolí garðinn í Reykjavík. Spá svo í hvaða tæki eru skemmtileg, hvaða tæki eru hræðileg og hvaða tæki fær þá til að verða óglatt. Einnig komast þeir að því að þeir kunna ekkert í Bingó. Við kynnum Tívolí í Vatnsmýrinni.
44:2120/11/2019
Rapp á Íslandi ft. Kilo
Í þessum þætti af Já OK! fá Fjölnir Gíslason og Vilhelm Neto góðan gest til sín, engan annan en Kilo. Þeir þrír sátu í þungum þönkum inn í stúdíó hjá RÚV og ræddu um uppruna íslensku rappsenunar á mjööög alvarlegum nótum. Lag í endan: Smjörvi - SÆTARI SÆTARI
47:3813/11/2019
Axlar-Björn
Í þessum þætti af Já OK! eru Fjölnir Gíslason og Vilhelm Neto hræddir því í þetta sinn takast þeir á við sögu Axlar-Björns. Gisti enginn hjá Gunnbirni sem klæðin hefur góð. Ekur hann þeim í Ígultjörn. Rennur blóð eftir slóð og dilla ég þér jóð?BÚ! Efni í þættinum er ekki við hæfi barna og óttasleginna.
29:3606/11/2019