Sign in
Comedy
Fjölnir Gísla & Vilhelm Neto
Já OK eru skemmtilegir hlaðvarpsþættir með Vilhelm Neto og Fjölni Gíslasyni þar sem þeir skoða alla skrýtnu hlutina sem einu sinni voru aðal málið á Íslandi en hafa síðan horfið. Það man enginn lengur eftir kaffibæti og beta spólum, er það nokkuð?
Keflavík Music Festival
Villi og Fjölnir eru ungir og til í útihátíð. Þeir hafa frétt af því að það sé eitthvað að gerast í Keflavík. Eitthvað stórt, eitthvað mikilfenglegt. Keflavík Music Festival, sæll! Sjá alla þessa artista! Vonandi mæta þau öll... eða hvað?
40:5405/10/2021
Herra Ísland og Svipti titilinn.
Fjölnir og Villi fara í brúnku, kíkja í ræktina, mastera nokkrar pósur og keppa um titilinn.
Skildu þeir vinna, væru þeir nógu góðir til að halda titlinum? Myndu þeir kunna að hegða sig eins og herramenn í hversdagslegu lífi? Hvað ef þjóðin kaus þá en ekki dómararnir? Hvað ef þeir fara til London og tapa?
Sama hvað, eru strákarnir Herra Ísland fyrir mömmur þeirra.
42:0928/09/2021
Íslenskur matur
"Bringukollar? Hvað eru bringukollar?" spurði Villi á meðan Fjölnir sat gáttaður á því að hafa aldrei heyrt orðið "bringukollur".
45:4522/09/2021
Slangur
Göjr, Villi og Fjölli eru að fara að fá sér sveittan börra og splitta síðan.
Menn eru náttúrulega bara að snakka í þessum þætti um slang og eitthvað kjaftæði, bara tveir ferskir sjomlar.
Bleller!
47:4915/09/2021
2007 aftur og aftur!
Strákarnir taka tímavél og skoða 2007 aftur, þeir eru báðir þó mishressir, og þess vegna er þátturinn í styttri kantinum. Covid þynnkan heimsækir 2007 góðærið, og Covid þynnkunni er sko alls ekki skemmt.
31:3508/09/2021
Saga Reykjavíkur - Seinni hluti - Reykjavík sem ekki varð
Hvað ef Alþingishúsið hefði ekki verið reist þar sem það er núna? Hvað ef Þjóðleikhúsið væri við endann á Bankastræti? Hvað ef Hallgrímskirkja hefði verið byggð í rómverskum stíl? Þetta er Reykjavík sem hefði geta orðið en ekki varð. Allt þetta og meira í þessum þætti.
52:4701/09/2021
Saga Reykjavíkur - Fyrri hluti - Miðbæjarbruninn
Að þessu sinni ganga Fjölnir og Villi í slökkvuliðið og reyna komast að orsökum á einum mesta bruna sem hefur komið upp á Íslandi til þessa dags þegar mörg hús í miðbæ Reykjavíkur brunnu til kaldra kola og kallast sá bruni Miðbæjarbruninn. Þessi þáttur er fyrri hluti að skipulagssögu Reykjavíkur svo komið ykkur vel fyrir. Það er margt að grafa upp í þessu máli!
48:2424/08/2021
Tímahylkið og Íscola
Tímahylki geyma ótal margt, eins og nokkrar dósir af Tuborg og vítamíntöflur, en hvað myndum við setja í tímahylki skyldi það vera framkvæmt í dag? Nokkrar dósir af Nocco? Lyft? Hildur Yeaoman kjól? Allavega ekki íscola, það er löngu hægt að framleiða það, væri kannski gaman einn daginn að fá að smakka það.
28:3917/08/2021
Íslenska olíusamráðið
Í þætti vikunnar leysir Stefán Ingvar Fjölni af og segir frá samráði olíufélaganna þriggja á Íslandi, sem stóð yfir frá árinu 1993-2001
37:2210/08/2021
Lúkasarmálið
Hver var Lúkas? Hvar var Lúkas? Hver drap Lúkas? Hver drap hann ekki? Hver laug um dauðan hans? Er Lúkasarmálið forfaðir QAnon? Af hverju myndi einhver ljúga um Lúkas? Til hvers? Við vitum ekki neitt, en við getum allavega útskýrt hvað gerðist.
40:4004/08/2021
Var Íslendingur þar?
Að þessu sinni sest Stefán Ingvar í stólinn og leysir Villa af. Fjölnir og Stefán ræða um mjög erfiða ævi sem hann Leifur Muller átti og hans tíma í fangabúðum nasista. Sú saga er lýginni líkust.
57:3028/07/2021
Líf eftir þrældóminn - Annar hluti
Hvernig vinnur maður sér úr þrældómi í landi þar sem maður þekkir engan? Hvað ætli fólki finnist um mann? Eru móttökurnar hlýjar í svona köldu veðri? Fjölnir og Villi halda áfram að skoða líf Hans Jónatans og hvernig líf hans var eftir að hann komst til Íslands.
30:5021/07/2021
Hans Jónatan fær frelsið sitt - Fyrri hluti
Fjölnir og Villi fara yfir ævi Hans Jónatans. Hans var ekki bara manneskja sem frelsaðist undir fjötrum þrældóms, heldur var hann líka klár og hugrakkur maður, sem þurfti að ganga í gegnum margt áður en hann fékk að koma til Íslands. Við förum yfir það allt í þessum þætti.
41:5814/07/2021
Íslensk bankarán
Villi og Fjölnir ætla að ræna banka! Nema hvað að það er þó spurning hvort það borgi sig? Hvað ef þeir komast upp með það með aðeins fulla vasa af klinki í laun? Er það þess virði? Þeir allavegana lofa að sama hvað gerist þá ætla þeir ekki að "snitch'a" hvorn annan. Það eru víst reglurnar á götunni.
40:1407/07/2021
Frjálsi Flakkarinn
Sölvi Helgason var kynlegur kvistur, alveg eins og Villi og Fjölnir hefðu orðið á þessum tíma, en hefðu félagarnir þorað að vera jafn frjálsir og Sölvi Helgafóstri Sokrates Humbolt Schiller Spinoza Kant Hegel Newton Islandus? Örugglega ekki, eða hvað?
29:3729/06/2021
Stóra tréspíramálið
Í þessum þætti fara Villi og Fjölnir á þjóðhátíð klæddir pollagöllum og með heimabrukkað snaps frá Portúgal. Þessi þjóðhátíð er þó ekki árið 2021 heldur 1943 þar sem mikill harmleikur átti sér stað. Hvaða tunna er þetta? Hvaðan kom hún? Og hvað er í henni?
36:3323/06/2021
Vopnasalinn frá Reykjavík
Villi og Fjölnir vilja selja vopn til einræðisherra, en hvernig fara þeir að því?
Besta leiðin væri að fá hjálp frá Bandaríkjaher og fá síðan vopn með hjálp frá Sádí Arabíu, kannski Ungverjaland eða landi sem er ekki lengur til og svo ráða einn eða tvo vini til að hjálpa manni að flytja öll þess tonn af vopnum.
37:2716/06/2021
Íslenski þjóðbúningurinn
Að þessu sinni klæða Villi og Fjölnir sig upp í fronmannaklæði, binda ullarsokkana, spaðafaldur á höfuðið og ferðast aftur í tíman í leit að uppruna þjóðbúningsins. Þessi er rándýr!
33:5509/06/2021
Glæpur Glímukappans
Guðmundur Sigurjónsson var svo sannarlega ótrúleg manneskja. Glímukappi, íshokkíþjálfari, íslenskukennari, góðtemplari og hermaður í fyrstu heimsstyrjöldina.
Hann er líka, því miður, eina manneskjan til að fara í fangelsi fyrir að brjóta gegn 178. grein íslenskra hegningarlaga frá 1869.
Kynhneigð fólks hefur oft verið umræðupunktur, oftast en ekki að óþörfu, og sést það vel í þessum þætti. Fjölnir og Villi skoða heim sem er þeim fjarstæðukenndur en á sama tíma enn til í huga margra.
35:2402/06/2021
Laufey Jakobsdóttir - seinni hluti - Grjótarþorpið
Jú allt í einu birtist
bjargvætturinn Laufey
blásvört í framan
krókódílamaðurinn
kemst undan á flótta
kerlingin finnur hann loks
á útidyratröppunum
lamaðan af ótta.
Fjölnir og Villi vilja vara við því að sumar umræður í þessum þætti eru um kynferðislegt ofbeldi og geta verið óþægileg fyrir suma.
45:0726/05/2021
Laufey Jakobsdóttir - fyrri hluti - Æskuárin
Laufey Jakobsdóttir hefur oft verið kölluð "amman í Grjótarþorpinu". Hún á sér merka sögu, alin upp við erfiðar aðstæður og kröpp kjör en hefur aldrei látið bugast heldur skipað sér í fremstu viglínu í réttindabaráttunni. Fjölnir og Villi vilja vara við því að sumar umræður í þessum þætti eru um kynferðislegt ofbeldi og geta verið óþægileg fyrir suma.
52:5819/05/2021
100!
Þetta er þáttur númer 100! Af því gefnu ákváðu Fjölnir og Villi að rifja upp fyndin og skemmtileg móment. Þeir mæla með að fólk pissi áður en hlustað er á þáttinn...eða ekki. Þeir ráða ekki hvað þið gerið.
43:5512/05/2021
Brasilíufararnir
Ef þið gætuð flutt til Brasilíu, með alla ykkar vini og vandamenn, myndu þið gera það? Minnum á að ferðin væri að minnsta kosti 5 mánuðir á báti með nokkra æðislega rétti sem innihéldu meðal annars hveitikekki, þið þyrftuð að byggja ykkar eigin hús og líka að læra kannski eitt til tvö tungumál. Já, svo er veðrið ekki einu svipað íslenska veðrinu og svo ertu næstum því eins langt frá Íslandi og þú getur verið.
Hver veit? Ef Fjölnir hefði flutt til Brasilíu þá væri Gislason örugglega orðið ættarnafn í Brasilíu.
29:3205/05/2021
Íslendingurinn í Ríó
Fjölnir og Villi, fara upp á bát á Akureyri, þaðan til Kaupmannahafnar, stoppa kannski í bjór á Nörre Bodega, fara þaðan til Hollands, kíkja kannski til Amsterdams, þaðan til Malaga og kaupa karton af sígarettum til að stinga pokanum í, og þaðan til Brasilíu. Það vill svo heppilega til að Villi talar portúgölsku og getur þýtt fyrir Fjölni, en ekki var Kristján Ísfeld svo heppinn að eiga einhvern eins og Villa, þetta er, Íslendingurinn í Ríó.
23:4228/04/2021
Hallærisplanið
Hallærisplanið. Þar sem auralausir unglingar komu til að hanga. Ekki bara nokkrir heldur mörg þúsund! Hverja helgi var þetta eins og menningarnótt. Í dag þekkist þetta torg ekki fyrir hallæri heldur góða skyndibita, hjólabretta iðkendur og skautasvell á jólunum.
46:1321/04/2021
Pétur Karl Guðmundsson
Þessi þáttur er 3 stiga! Fjölnir og Villi ákveða að dusta af íþróttaskónum og rifja upp einn merkan kappa sem átti heldur betur stóran feril en það er enginn annar en Pétur Guðmundsson, fyrrum NBA leikmaður.
31:0014/04/2021
Sunnefa Jónsdóttir (ásamt Tinna Sverrisdóttir og Margrét Kristín Sigurðardóttir)
Ó, vei þeim sem með órétt lög
umgangast og þau tíðka mjög,
sannleiknum meta sitt gagn meir,
svívirðing drottni gjöra þeir.
35:0407/04/2021
Hollywood
Nú skulum við skella okkur í diskógallann og túpera á okkur hárið. Grísirnir tveir Villi og Fjölnir hafa verið duglegir að fara í ljós þrisvar í viku og mæta reglulega í líkamsrækt. Nú ætla þeir ásamt ykkur kæru hlustendur að kíkja til Hollywood. Við skulum ekki gleyma mynd af bílnum í vasanum. Já! Það er sko enginn grís að þið skuluð hafa grísað á þennan þátt þar sem Grease ræður ríkjum og blikkandi dansgolf.
37:4031/03/2021
Ljón Norðursins
Ef Ljón Norðursins var Leó, þá er Villi Letidýr Norðursins og Fjölnir Ugla Norðursins. Strákarnir kafa í líf Ljón Norðursins í þetta skiptið, maðurinn sem vann við allt og gat ort ljóð um ekkert. Hver var Leó, hvað var leó, og hvað gerði leó? Margt og annað, hlustið og njótið.
34:1024/03/2021
Hlaðvarpið ásamt Stefáni Ingvari
Þessir þáttur er aðeins í léttari kanntinum en í honum verður rætt í stóra samhenginu um hlaðvörp. Villi er í fríi en í stað fær Fjölnir til sín gest en það er enginn annar en grínistinn og listamaðurinn Stefán Ingvar. Villi er þó ekki langt í burtu enda búum við á tækniöld.
46:2317/03/2021
Kjötfars
Kjötið mitt og kjötið þitt, kjötið okkar allra. Í þessum þætti lesa Villi og Fjölnir um ekta íslenskan mat, kjöfarsið, og rannsaka rætur þess, hvaðan kom kjötfarsið, af hverju og er það hollt? Við vitum að það er gott en er ekki bannað að borða kjötfars ef maður er á ketó? Vonum þið fílið þáttinn eins og við fílum kjötfarsbollur og kálböglar.
25:0010/03/2021
Íslenskar talsetningar
Múlan, Konungur Ljónana, Looney Toons og...Simpsons. Ísland er mjög duglegt að talsetja erlendar teiknimyndir. En hverjir eru það sem eiga raddirnar á bakvið persónurnar? Og já auðvitað Harry Potter!
32:4403/03/2021
iittala, Omaggio, Moomin og við
Af hverju dettum við stundum í að vilja ákveðinn hlut svona mikið? Er það því við erum lítil þjóð? Er það því við viljum vera eins og nágranninn? Er það því við eigum of mikinn pening sem við þurfum bara að eyða?
Fjölnir Gísla og Vilhelm Neto fara í málið, en fyrst, þarf Fjölnir að heyra smásögurnar hans Villa.
29:5524/02/2021
Bolludagur, Sprengidagur og Öskudagur
Á bolludegi fer ég með bolluvönd á kreik.
Mér alltaf þykir gaman að iðka þennan leik.
Ég bolla og bolla á bossann á þér fast ég slæ
bolla og bolla og bollu í laun ég fæ.
Já bragðgóðar eru bollurnar, bollurnar, bollurnar,
já bragðgóðar eru bollurnar, húllum hæ.
Á sprengidegi er bumban að springa hreint á mér.
Því magnið er ei smátt sem í magann á mér fer.
Af salkjöti og baunum ég saðningu í magann fæ.
Af salkjöti og baunum ég saddur er og hlæ.
Já bragðgóðar eru baunirnar, baunirnar, baunirnar
já bragðgóðar eru baunirnar, húllum hæ.
Á öskudegi fer ég með öskupoka af stað.
Og elti menn og konur sem ekkert vita um það.
Hengi svo poka á hinn og þennan sem ég næ
lauma á poka, læðist burt og hlæ.
Svo dingla þeir þarna pokarnir, pokarnir, pokarnir
svo dingla þeir þarna pokarnir, húllum hæ.
39:0017/02/2021
Sigríður í Brattholti
Í þessum þætti fara Vilhelm í Miðbæ og Fjölnir í Laugardal yfir ævi Sigríðar í Brattholti, sem var í raun og veru, upphaflega "konan sem fór í stríð" að þeirra mati. Gullfossmálið kemur mikið fyrir, og reynir Villi að útskýra fyrir Fjölni, og hlustendur, allt samningabraskið í kringum það. Það er auðvitað mikið grín í þessum þætti, en ekki hvað!
36:0510/02/2021
Dracco & POGs
Tveir harkarar mætast í stúdíóið og ræða um verur WaccoDracco vísindamannsins og reyna að útskýra fyrirbærið. Ekki bara það heldur skoða þeir líka hvernig "milk caps", seinna kölluð Pogs tóku yfir heiminn. Simpsons Dracco og Cheetos Pogs, myndir þú segja Pogs eða Pox?
29:0903/02/2021
Bland í poka með Fjölni
Ég ætla að fá bland í poka fyrir 100kr. Og hvað viltu? Ég vil gulan ópal, frissa fríska, piparpúka og Gosa...þessi með aspartam takk! Eitthvað fleira? Ójá svo miklu miklu meira!
36:5427/01/2021
Tilkynning, spjall og endurkoma.
Þátturinn "Já OK!" snýr aftur! Stuttur og laggóður þáttur, strákarnir fara yfir stöðu mála og upplýsa hlustendur um hvað sé í gangi.
26:5020/01/2021
Áramótabumban
Fjölnir og Villi mæta upp í stúdíó með fulla maga en tóma heila. Í þessum þætti verður offramboð af fróðleik, svona eins og í matarboðum í desember þar sem er offramboð af gómsætum réttum. Bertel Thorvaldsen og Edvard Eriksen, myndhöggvarar koma fyrir, því þrátt fyrir að vera Danir, eru þeir líka Íslendingar. Fjallað verður um frídaga sem hafa verið teknir af okkur Íslendingum, og spurning hvort að danska ríkið ætti kannski að borga hverjum Íslendingi eitt ár af launum fyrir öll þessi frí sem voru tekin af okkur. Kjaftæðið flæðir alveg í gegnum þáttinn, enda síðasti séns til að bulla áður en árinu lýkur. Við þökkum fyrir okkur á þessu ári, og hlökkum til að fræða og bulla meira á nýju ári.
30:2230/12/2020
Jóladagatal Sjónvarpsins
Í þessum þætti af Já OK! setjast Fjölnir Gísla og Vilhelm Neto í fljúgandi baðker og fjalla um eitthvað sem margir muna vel eftir. Fyrir mörgum gerði þetta jólin og jafnvel er þetta byrjunin á framhaldsþáttafíkn Íslendinga. Mun Blámi komast aftur heim til plánetunnar sinnar? Finna þeir Völund? Mun Lovísa fá fluguppfinninguna í jólagjöf? Hvar eru Pú og Pa?
47:5023/12/2020
Íslensk kvikmyndahús
Í þessum þætti af Já OK! fara Fjölnir Gísla og Vilhelm Neto í enn eina gönguna í gegnum Reykjavík. Þeir standa fyrir framan Bíó Paradís og spurja sjálfa sig: “hvað ætli mörg kvikmyndahús hafi starfað á Íslandi?“ Úff yfir allt landið er það langur listi. En hvernig byrjaði kvikmyndamenningin hér á landi?
48:3416/12/2020
Keikó
Siggi, Keiko, hvað hefði hann heitið ef hann hefði fengið að velja sjálfur? Við munum líklegast aldrei vita það. Eitt vitum við þó. Siggi/Keikó var einn frægasti Íslendingur heims á sínum tíma en þessari frægð fylgdi ekki einungis gleði og velgengni. Líf Sigga/Keiko var margbrotið, óvenjulegt og á köflum erfitt. Strákarnir mæta í galsa upp í stúdíó og reyna að tala um líf Sigga/Keikó en svo er spurning hvort þeim takist það.
34:2709/12/2020
Mamma og pabbi
Í þessum þætti af Já OK! leita Fjölnir Gísla og Villi Neto í heimahaga og fá tvo gesti til sín sem geta svo sannalega alið þá upp. Þetta fólk hefur fylgt þeim í gegnum lífið og eru einnig harðir hlustendur þáttana. Strákarnir gera allt sem þau segja þeim að gera enda hafa þau lært sjálf mikið í gegnum lífið, hvort sem það er sem skiptinemi í Portúgal eða hafa alist upp við hliðina á hernum. Við kynnum mömmu og pabba.
01:12:5902/12/2020
Common misconceptions about Iceland
There is nothing better than stepping out of your house, going partying, meeting a cute girl, bumping apps, marrying, and getting 5000 dollars a month just for marrying her. Yeah Iceland is amazing, but is it really like that? This episode is an English version of the previous episode: Almennur misskilningur um Ísland.
20:5727/11/2020
Almennur misskilningur um Ísland
Það er ekkert betra en að heilsa upp á álfinn á leiðinni á djammið, hitta sæta manneskju, "bömpa öppum" saman, giftast, og fá 5000 dollara á mánuði. Já, Ísland er frábært land, en er það svona? Þessi þáttur er líka til í enskri útgáfu.
33:3325/11/2020
Flugsaga Íslands - Seinni hluti - Flugslysið í Colombo á Sri Lanka.
Af eilífðarljósi bjarma ber, / sem brautina þungu greiðir. / Vort líf, sem svo stutt og stopult er, / það stefnir á æðri leiðir. / Og upphimin fegri en auga sér / mót öllum oss faðminn breiðir. Þann 15. nóvember 1978 brotlenti Flugleiðavélin Leifur Eiríksson í Colombo á Sri Lanka. Þetta er eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar. Í þessum þætti þræða Fjölnir Gíslason og Vilhelm Neto söguna um þau fimm sem lifðu af og hver orsök slysins voru. Þessi þáttur er seinni hluti af tveimur þáttum um Flugsögu Íslands. Tónlist og hljóðmynd eftir Fjölni Gíslason.
01:09:5718/11/2020
Flugsaga Íslands - Fyrsti hluti - Loftleiðir, Geysir og Sameiningin
Það á að fljúga suður í dag. Allir sem vettlingi geta valdið flytja niður á bakkann. Konur og karlar og börn. Því kominn er nýi tíminn er loftferðir hefjast um landið á örfáum stundum en áður dagar og vikur varði. Við snúum við örstund eina og yfir kaupstaðinn fljúgum. Fólkið er smápeð er sniglast og smýgur um götur bæjarins, bundið við hagsvon báts eða bletts af ræktuðu landi. Þrælkað og þjáð um þúsund ár byggðar landsins. Með öfund í brjósti ef öðrum eilítið betur gengur, en illtamda uppgerðahryggð yfir óförum keppinauts.
01:12:3311/11/2020
Sunnudagsdanskan og bask-íslenska blendingsmálið
Bi gissuna presenta for ju "Já OK!" Hvað þýðir þessi setning? Tjah, þú munt geta kannski fundið uppúr því þegar þú ert búin að hlusta á þáttinn. Ef þú myndir segja þetta við basknenskan veiðimann á Vestfjörðum myndi hann fatta voða lítið, en allaveg myndi hann skilja hvað þú værir að segja. Men hvis vi siger at Vilhelm og Fjölnir skal snakke om den gamle tradition om at tale dansk om sondagen, sa maske forstar du lidt bædre hvad vi mener. Dömur, herrar og kaupmenn, þessi þáttur fjallar um tvennt. Dönsku á sunnudögum og bask-íslenska blendingsmálið.
35:0704/11/2020
Halloween Special - Reimleikar í Reykjavík
Það er komið að Halloween Special! Í þessum þætti af Já OK! fara Fjölnir Gísla og Villi Neto í smá göngutúr um miðborg Reykjavíkur og athuga hversu reimt er í höfuðborginni okkar. Á meðan Fjölnir spáir í hvort það sé líf eftir dauða og Villi reynir að ná utan um fjórðu víddina þá fræðumst við um Stúlkuna á Gyllta Kettinum, Steinunni í Dómskirkjunni, harmleikurinn í Menntaskóla Reykjavíkur og hálfi maðurinn í Þjóðleikhúsinu. Við mælum með að hlusta á þennan þátt með slökkt ljósin.
01:32:3828/10/2020
María Markan
Fjölnir og Villi. Villi og Fjölnir. Saman, spjalla, um lífið, ættartré, Íslendingabók, en fyrst og fremst, tala þeir um Maríu Markan. María Markan var ein helsta söngkona Íslendinga og söng um á víð og dreif. Hún kunni nokkur tungumál, og söng á þeim tungumálum líka. Við biðjum hlustendur um þolinmæði við hlustun á þennan þátt, þar sem COVID þreyta er greinilega að hafa áhrif á íslenskuna hans Villa. María Guðjohnsen, nei, Dorthea Marie, nei, bíddu, hvern vorum við að tala um aftur? Já! Ein helsta söngkona sem Ísland hefur alið að sér, María Markan
35:1521/10/2020