Sign in

Comedy
Fjölnir Gísla & Vilhelm Neto
Já OK eru skemmtilegir hlaðvarpsþættir með Vilhelm Neto og Fjölni Gíslasyni þar sem þeir skoða alla skrýtnu hlutina sem einu sinni voru aðal málið á Íslandi en hafa síðan horfið. Það man enginn lengur eftir kaffibæti og beta spólum, er það nokkuð?
Total 222 episodes
Go to
Fyrstur manna til að ganga hringinn (feat. Palli)

Fyrstur manna til að ganga hringinn (feat. Palli)

Í þessum þætti ætlar Fjölnir að ganga hringinn í kringum Ísland, ásamt honum Palla. En þeir eru þó ekki fyrstir til að fá þá flugu í hausinn. Heldur feta þeir í fótspor Reyni Péturs, fyrsti Íslendingurinn til að ganga hringinn í kringum Ísland.
38:2518/07/2023
Hjálpum þeim/Help Them

Hjálpum þeim/Help Them

Í þessum þætti tala Villi og Fjölnir um góðgerðalög, hvað lætur góðgeralag hljóma eins og góðgerðalag? Fara allir peningar í eitt nákvæmt málefni eða alsskonar? Væri "Live Aid" á íslensku "Hjálp í beinni"?
34:3012/07/2023
Dillibossaauglýsingarnar

Dillibossaauglýsingarnar

Þessi þáttur er ekki kúluvarp, þessi þáttur er ekki andvarp, þessi þáttur er ekki æðavarp, þessi þáttur er hinsvegar hlaðvarp og algjört fever dream, líkt og "dillibossaauglýsingarnar" voru.
34:5505/07/2023
Jamestown strandið

Jamestown strandið

1881, riiiisastór tómur bátur strandar á Íslandi. Eru það góðar fréttir fyrir Íslendinga? Hverjir ættu að vera á þessum bát? Hvað gerðist? Hvað er ballasti? Hvað er einn faðmur stór?
31:1528/06/2023
Háfjallasól

Háfjallasól

Ef þú ert að lesa þetta eftir að þú hlustaðir á þáttinn, BUSTED! hahaha! En allavega þessi þáttur er um Háfjallasól og tan.
36:4621/06/2023
Bland í poka með Villa 2

Bland í poka með Villa 2

Villi reynir sóldasaður að kenna Fjölni á hitt og þetta, Þrettándaógleðin eða Þrettándalætin og líka íslenskur eigandi á Premier League liði og svo líka sjónvarpslausir fimmtudagar. Les einhver þennan texta? Má ég pliiiis fá keks.
27:5514/06/2023
Laddi lengi lifi

Laddi lengi lifi

Í þessum þætti fara strákarnir ekkert voða langt aftur í tímann, heldur bara til ársins 2018. En þá fékk íslenska þjóðin fyrir hjartað þegar ákveðin mynd var deilt á facebook af einum ástkærasta grínista þjóðarinnar.
30:0806/06/2023
Loftárásirnar á Seyðisfirði

Loftárásirnar á Seyðisfirði

Fólk sem fer í reglulegar Wikipedia ferðir vissu kannski af þessu, en ekki vissu Villi og Fjölnir að þýskar flugvélar hefðu flogið yfir Seyðisfjörð. Vissu þið þetta? Því ekki vissum við það.
29:4831/05/2023
Náttfari

Náttfari

Í þessum þætti rifja Villi og Fjölnir upp sögu Náttfara sem lét greipar sópa um eignir borgarbúa sumarið 1976. Lengi fram eftir sumri stóð lögreglan gjörsamlega ráðþrota gagnvart þessum "Skugga" næturinnar.
36:4924/05/2023
Iceland: The Movie

Iceland: The Movie

Í þetta skiptið setjast Villi og Fjölnir fyrir framan skjáinn og horfa á eina góða Hollywood ræmu. "Hver er myndin?" spyrji þið. Jú auðvitað Iceland: The Movie. "En um hvað er myndin?" spyrji þið. Jú auðvitað um hermanninn James Murfin sem er ekki kunnugur íslenskum siðum. Þegar hann daðrar við Katinu, lítur íslenska fjölskyldan hennar á gjörðir hans sem hjónabandstillögu. Þetta kemur James í afar slæma stöðu þar sem hann vill ekkert með hjónaband gera. Til að koma sér úr klípunni fær James vin sinn til að hjálpa sér. Gangi honum vel!
38:0016/05/2023
Fyrsta Eurovision lag Íslands

Fyrsta Eurovision lag Íslands

Villi Neto og Fjölnir Gísla fara yfir fyrsta Eurovision-lag Íslands, Gleðibankinn, eða Bank of Fun eins og það fékk að heita á ensku. Þeir fara einnig léttilega yfir sögu Eurovisions á Íslandi og reyna að koma með réttar staðreyndir svona af og til. 
33:5210/05/2023
Góðkunningi lögreglunnar með stóru g-i

Góðkunningi lögreglunnar með stóru g-i

Í þessum þætti skoða Villi Neto og Fjölnir Gísla líf manns sem þeim þykir nú bara ágætlega vænt um. Hann var smáglæpamaður sem gaf með sér og fékk jafnvel samviskubit yfir glæpum sínum. "Hann gaf manni jafnvel síðustu sígarettuna sína" og "gerði aldrei flugu mein". Þetta er auðvitað hinn landsfrægi og góðkunningi lögreglunnar, Lalli Johns.
31:0402/05/2023
Sauðnautin á Íslandi

Sauðnautin á Íslandi

Moskusuxar voru einu sinni heitasta dæmið á Íslandi, allir vildu moskusuxa frá Grænlandi. Kannski ekki allir en þónokkrir, alveg nógu margir til að þingið þyrfti að ræða það mál í þaular og að lokum gefa undir.Af hverju er sauðnautin ekki til á Íslandi nú til dags? Vildi hún ekki vera hér? Var leigan of há? Þekkti hún of fáa og átti erfitt með að læra tungumálið? Var það kannski útaf því Islendingar drápu svona mikið af foreldrum þeirra? Við skulum upplýsa ykkur!
30:3826/04/2023
E-pillu hátíðin - Uxi 95

E-pillu hátíðin - Uxi 95

Nú ferðast strákarnir Villi og Fjölnir "to the top of the world: Kirkjubæjarklaustur". Í landi Geirlands og Skaftárhrepps, um kílómetra frá Kirkjubæjarklaustri, fór fram tónlistarhátíð árið 1995. En fyrir hvað er hún frægust? Þessi hátíð er sögð hafa rutt brautina á vissan hátt fyrir þær komandi tónleikahátíðir á Íslandi. 
40:4219/04/2023
Ásta Sigurðardóttir

Ásta Sigurðardóttir

Hvernig er hægt að tala um Ástu Sigurðardóttur? Í þessum þætti reyna Villi og Fjölnir að fara yfir ævi Ástu. Vorum hlustendum við viðkvæm umræðuefni.
37:1512/04/2023
Þegar hundar voru bannaðir í Reykjavík

Þegar hundar voru bannaðir í Reykjavík

Í þessum þætti fara Villi og Fjölnir yfir mikla harmsögu og jafnvel eitt af mestu deilumálum sem Íslendingar hafa gengið í gegnum. Þáttur nær yfir 80 ára baráttusögu. Þetta er kannski mál sem eflaust margir vilja gleyma, enda ekki skrítið, þó svo allir voru ekki á sama máli.
01:05:5304/04/2023
Blossi, Astró og óútskýranleg nostalgía

Blossi, Astró og óútskýranleg nostalgía

Í þessum þætti kíkja Villi og Fjölnir á nokkra hluti. Hluti sem okkar kynslóð horfir á með nostalgískum augum. Hvað er það sem er að láta tiktok kynslóðina dýrka Blossa? Af hverju viljum við, þúsaldarkynslóðin, fá að djamma á Astró? Ef hlutir eru slæmir, verða þeir alltaf að vera þannig? Kíkjum aðeins á þetta!
38:4929/03/2023
Kynsælustu Íslendingarnir

Kynsælustu Íslendingarnir

Úff! Í þessum þætti eru strákarnir smá þunnir...bara smá! Þeir lofa! En þeir láta samt ekkert stoppa sig og fara um víðan völl í þættinum, T.d skoða þeir hverjir eiga íslandsmet í að vera kynsælastir? Og hvað er Jörfagleðin og afhverju var hún bönnuð með dómi?
31:2921/03/2023
Flakkarar Íslands

Flakkarar Íslands

Íslenskir flakkarar hafa ekki alltaf verið heitið fyrir einhverja grunsamlega tækni sem þú getur keypt í næstu raftækjabúð. Þessir flakkarar komu til þín, og voru kallaðir ýmsum nöfnum, en þó flestir kallaðir Gvendur.Ef þið viljið vita hvað það þýði að "dúlla fyrir aðra", þá verðið þið að hlusta á þennan þátt.
40:0115/03/2023
Skógalín hin dauðadæmdi

Skógalín hin dauðadæmdi

Skógalín, listrænn ungur maður, sem dæmdur var til dauða á sínum tíma, fyrir svo lítinn glæp að bæði Villi og Fjölnir hefðu getað verið dæmdir til dauða á þessum tíma.Hver var Schovelin? Nei, Skógalín? Nei! Schovelin! Allavega, hver var hann, og hvernig dó hann?
34:5108/03/2023
Myntbreytingin

Myntbreytingin

Hvað þýðir það að 2 núll voru tekin af krónunni? Hvernig lagaði það ástandið? Hvað er verðbólgudraugur? Í þessum þætti er Villi fjarri staddur, en örvæntið ekki því Stefán, góðvinur Já OK, stekkur inn og kennir okkur allt um myntbreytinguna á Íslandi
46:4601/03/2023
Agaskóli

Agaskóli

Í þessum þætti kryfja Fjölnir og Villi stóra sprengjumálið í Hagaskóla. Hverjir stóðu á bak við verknaðinn? Var það kannski kennari? Er þessi nemandi kannski lögga? Hann er allavegana full gamall til að vera í grunnskóla... jiiiiiii
44:5022/02/2023
Geimverur níunnar

Geimverur níunnar

Hvað myndir þú gera ef þú myndir fara allt í einu fram í tímann 30 mínútur og ekkert hafði breyst? Nema að 30 mínútur hefðu liðið? Kannski myndir þú halda áfram með daginn þinn, eða kannski voru það geimverur. Fólk á þessum tíma var að horfa á FRIENDS, fólk var að horfa á Harrison Ford og fólk voru líka að horfa á geimverur og geimskip.
32:2914/02/2023
Leitin að Gullskipinu

Leitin að Gullskipinu

Í þessum þætti fara Villi og Fjölnir um víðann völl. Gellur, sprengingar, sassy sálfræðingar og fjarsjóðsleit!
38:1708/02/2023
Makt myrkranna (hin íslenski Drakúla)

Makt myrkranna (hin íslenski Drakúla)

Bram Stoker er vel þekktur fyrir að hafa skrifað Drakúla, en skrifaði hann Makt Myrkranna? Það eru margar pælingar á lofti varðandi Makt Myrkranna og þessi saga er í raun og veru enn að þróast. Í þessum þætti ætla strákarnir að upplýsa hlustendur og sjálfa sig um stöðu mála í þessu stórfurðulega máli.
30:2401/02/2023
Flugræningjar á Íslandi

Flugræningjar á Íslandi

Í þessum þætti ræða Villi og Fjölnir um atburð sem gerðist 11. september, en þó ekki sá atburður sem okkur minnisstæðastur.
37:3925/01/2023
Skítug helgi á Íslandi

Skítug helgi á Íslandi

Fjölnir og Villi ætla sér að taka neðanjarðarlest þegar skilti frá Icelandair lætur þá stoppa og hugsa. Hvers vegna er þetta skilti þarna? Hverjum datt í hug að þetta væri sniðug hugmynd? Hvað hafa íslenskar konur að segja um þetta skilti?
33:2818/01/2023
Nylon

Nylon

Góðir hlustendur! Hin íslenska Spice Girls hljómsveitin!
35:5411/01/2023
Appollonia Schwartzkopf

Appollonia Schwartzkopf

Villi og Fjölnir mæta kannski smá þreyttir eftir öllu jóla og áramótaamstrinu og reyna að tala um Appolloniu Schwartzkopf. Það rétt svo tekst, en hvað gerðist við þessa merku konu?
28:0103/01/2023
Af hverju áramót?

Af hverju áramót?

Já OK óskar hlustendum gleðilegs nýs árs og þakka innilega fyrir það liðna. En af hverju höldum við samt áramót um vetur en ekki um sumarið? Af hverju eru áramótabrennur? Hvað varð um áttunda í jólum? Í þessum þætti fara Villi og Fjölnir langt til baka í tíma í leit að svörum við þessum spurningum. Bíddu bíddu bíddu...hvað eru flugeldafarþegar?
40:3827/12/2022
Fyrsti Idolinn

Fyrsti Idolinn

Í þessum þætti fara Villi og Tinna í gegnum fyrsta Idolið (Stjörnuleit) og fyrsta Idolinn (Kalli Bjarna) í Kompunni í Borgarbókasafninu (Grófinni) Fjölnir er veðurtepptur á einhverjum flugvelli og þá kemur Tinna og bjargar Villa eins og svo oft áður
30:0921/12/2022
Akureyrarveikin

Akureyrarveikin

Í þessum þætti fara strákarnir Villi og Fjölnir yfir veiki sem herjaði íbúa á Akureyri árið 1948. Er sú veiki þekkt í dag sem Akureyrarveikin eða Akureyri disease í alþjóðlegum læknaritum.
28:4214/12/2022
Hannes Hafstein og Alþingisferðin til Danmerkur 1906

Hannes Hafstein og Alþingisferðin til Danmerkur 1906

Villi og Fjölnir snúa aftur eftir margra mánaða fjarveru með tiltölulega léttan þátt! Hannes Hafstein var fyrsti ráðherra Íslands, ekki bara það, heldur var hann líka fyrsti Inspector Scholae MR. Við tölum aðeins, pinku pons, um Hannes Hafstein og síðan tölum við um alþingisferðina alræmdu.
38:1307/12/2022
Njáll Torfason

Njáll Torfason

Í þessum þætti kanna Fjölnir og Villi hinn óútskýranlega Njál Torfason, aka mennski segullinn, aka löngutangatogarinn.
36:0106/04/2022
Kambsránið

Kambsránið

Vilhelm Neto, fær aftur til sín Hafþór Óla, sem er farinn að vera kunnugur hlustendum Já OK! Fjölnir er á fullu að undirbúa Hetju í Tjarnarbíó, en hlustendur okkar fá afslátt með að virkja afsláttarkóðann "jaokhetja" á tix.is Í þessum þætti spjöllum við um CSI:Kambur
27:3823/03/2022
Draugsmál Sigurðar Breiðfjörðs

Draugsmál Sigurðar Breiðfjörðs

Þetta er kannski þáttur um draugagang en við lofum að þetta er ekki draugalegur þáttur.
39:0816/03/2022
Pylsa/Pulsa - Part 2

Pylsa/Pulsa - Part 2

Munið þið eftir Þorskastríðinu? Þessi þáttur er ekki um það en hann er þó um annað stríð sem ríkti einu sinni á Íslandi. Munið þið þegar pylsusala var bönnuð á Íslandi?
29:4909/03/2022
Erpur á Eddunni, buxnalaus með byssu.

Erpur á Eddunni, buxnalaus með byssu.

Í þessum þætti tekur Vilhelm Neto viðtal við Erp, um ákveðið atvik, mjög umtalað atvik á sínum tíma. Viðtalið um atvikið fer svo út í algjört rugl, þó serstaklega að tala um Johnny Naz og íslenskt sjónvarp sem hefur ekki litið dagsins ljós í langan tíma. Ekki gleyma að kíkja á nýja laginu hans, Slaki Babarinn : https://open.spotify.com/track/1rtqbbF3ZN7KprgC2kkJE2?si=4b71593716fa4dc5 Fjölnir skilar kveðju en hann er um þessar mundir að vinna í leikverkinu "Hetja" sem verður sýnt í Tjarnarbíó í Apríl.
51:2402/03/2022
Pylsa/Pulsa

Pylsa/Pulsa

Bæjarins Beztu. Mest sígildi pylsustaðurinn í Reykjavík. SS pylsur, þekktasti pylsuframleiðandi landsins. Vilhelm Neto og Hafþór Óli fara yfir stóru pylsumálin í þessum þætti, eða ættum við að segja stóru pulsumálin? Við ætlum allavega að tala um kjötið þarna í görnunum.
37:5323/02/2022
Fólkið sem gleymdist

Fólkið sem gleymdist

Fjölnir biðst fyrirgefningar að hafa gert enn einn þáttinn sem er um þungt málenfi, en í þetta skiptið er það Kópavogshælið, einhver barnatönn í tímanum...
37:0616/02/2022
Baskavígin

Baskavígin

Er það satt að við drápum fullt af Spánverjum? Já og Nei. Já, við gerðum það, en að kalla þá Spánverja væri kannski ekki alveg rétt, þetta eru Baskar. Baskar sem við drápum í síðasta skráða fjöldamorð hér á landi, en af hverju gerðist það? Förum yfir það aðeins…
39:5809/02/2022
Að leika nasistum ljótan grikk

Að leika nasistum ljótan grikk

Við erum komnir aftur baby! Og í þetta skipti ætlum við að fjalla um hann Brynjólf Björgvin Ólafsson. En hvernig tengist hann titil þáttarins?
41:0202/02/2022
Pereat!

Pereat!

Villi og Fjölnir eru staddir fyrir utan hús rektors Menntaskóla Reykjavíkur. Árið er 1850, þann 19. janúar. Úr fjarska sést hópur pilta strunsa í áttina til þeirra á meðan þeir hrópa “Rektor Sveinbjörn Egilsson pereat!” Hvað skildu þeir vilja mótmæla?
34:1501/12/2021
Flökkusögur

Flökkusögur

Á meðan Fjölnir tannburstar á sér afturendann setur Villi glimmerpúður á bibbann. Já OK eru komnir til að dreifa út flökkusögum!
35:2624/11/2021
Flatus lifir

Flatus lifir

Flatus lifir enn!
34:5217/11/2021
Gammar, drekar, risar og griðungar

Gammar, drekar, risar og griðungar

Í okkar land voru alls konar vættir sem vernduðu landið. Eru þessar verur enn meðal okkar, eða höfum við fælt þær burt með ósvífni okkar gagnvart náttúrunni? Hverjir vernda landið núna? Hvernig á að reisa níðstöng? Virka níðstangir? Villi og Fjölnir rannsaka þetta allt í nýjasta Já OK.
31:3110/11/2021
Flóttamenn nasista

Flóttamenn nasista

Fjölnir og Villi tala um flóttamenn frá Þýskalandi á tímum seinni heimsstyrjaldar. Hvernig ætli hafi verið tekið á móti fólki að flýja nasisma? Eins merkilegt og það sýnist, þá koma viðbrögðin ekkert sérstaklega á óvart. Hvað var þetta fólk? Hvað gerði það? Af hverju kom það hingað?
28:3803/11/2021
Slysið sem gleymdist

Slysið sem gleymdist

Villi og Fjölnir stimpla sig aftur inn í rannsóknadeildina og krifja upp gamalt sjóslys sem fáir vita um. Mögulega því lítið var talað um það og er þetta slys talið gleymt í minni margra. Hvað kom fyrir á skipinu Röðull?
36:1526/10/2021
Ölæðistilkynningarnar

Ölæðistilkynningarnar

Skyldu Fjölnir og Villi einhverntíman þurfa að afsaka fyrir einhverju, þá væri það líklegast að vera fyrir að hafa hleypt smá púka í sér á einhverju djammi. Íslendingar eru þekktir fyrir að kunna að djamma vel, en ef það er eitthvað sem allir Íslendingar vita líka, er það að orðstír deyr aldrei. Til hvers ráðs á maður að taka ef maður hagaði sér aðeins of dólgslega á sínu síðasta djammi? Er ekki best bara að negla í eina opinbera tilkynningu?
38:4220/10/2021
Sjónvarpsmarkaðurinn

Sjónvarpsmarkaðurinn

Langar þér í gladrahnífasett? Eða útdraganlegann tommustokk? Hvað með naglalakk sem virkar eins og rúðuskafa? Það er allt og meira en það til sölu í Sjónvarpsmarkaðinum!
38:0513/10/2021